mobile navigation trigger mobile search trigger
11.10.2018

Lokun á Oddsskarðsvegi

Vegagerðin hefur lokað Oddsskarðvegi frá Eskifirði upp að Skíðasvæðinu í Oddsskarði, vegna sigs á vegi ofan við Sandskeið. Sig á veginum á þessu svæði hefur verið til vandræða mörg undanfarin haust. 

Áætlað er að gert verði við veginn fljótlega, en ákveðið hefur verið að bíða með viðgerð þar til ástand á veginum og svæðinu hefur verið kannað betur.