mobile navigation trigger mobile search trigger
19.08.2019

Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára

Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 85 ára afmæli og í tilefni þessa merka viðburðar heldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið og afhjúpuðu í leiðinni fræðsluskylti sem þær létu útbúa fyrir garðinn og gáfu garðinum bekk til heiðurs Eyþóri Þórðarsyni, skipuleggjanda garðsins. 

Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára

Samvinnufélag útgerðarmanna (SÚN) styrkti kvenfélagið til gerðar skiltanna og kaupa á bekknum, Fjarðabyggð kom að uppsetningu þeirra og faglegri ráðgjöf því tengdu. En allan heiðurinn af þessu skemmtilega framtaki og afmælishátíðinni eigi þær félagskonur í kvenfélagi Nönnu. Garðurinn er merkilegur fyrir margra hluta sakir en einna helst þá staðreynd að hann var gerður á þeim tíma sem almennt var lítið um slíka yndisreiti. Kvenfélagið Nanna á allan heiðurinn að tilurð þessa garðs og allt til dagsins í dag hefur kvenfélagið Nanna verndað og viðhaldið honum.

Lystigarðar gegna mörgun hlutverkum fyrir samfélög okkar, ekki eru þeir einungis til prýðis fyrir bæi okkar heldur eru þeir allt í senn mikilvægir samverustaðir, dvalarstaðir til íhugunar, upplifunar, skemmtunar, andlegar- og líkamlegar heilsu o.s.frv.

Lystigarðurinn í Neskaupstað á ekki bara merkilega sögu heldur er hann líka einstakur hvað varðar stíl og gerð enda byggður í miklum halla og til þess að fá sléttar flatir var hlaðið undir hverja flöt fyrir  sig sem telja í allt fimm flatir. Í bók  Einars Sæmundssonar (útg. 2019) er fjallar um lystigarða segir eftirfarandi um garðinn  …lystigarðurinn er falinn perla í miðbæ Neskaupstaðar

Fleiri myndir:
Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára
Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára