mobile navigation trigger mobile search trigger
12.02.2020

Milljarður rís í Neskaupstað föstudaginn 14. febrúar

Dansveislan Milljarður rís verður haldin í íþróttahúsinu Neskaupstað, föstudaginn 14. febrúar á milli 12:15 og 13:00. Þar mun fólk  sameinast og dansa af krafti fyrir betri heimi.

Milljarður rís í Neskaupstað föstudaginn 14. febrúar

Í ár verður dansað gegn stafrænu kynferðisofbeldi, sem er sívaxandi vandamál um allan heim. Tónlistarstjóri Milljarður rís, DJ Margeir, hefur sett saman einstakan lagalista fyrir komandi viðburð. Við lofum að það vill enginn missa af þessu!

Viðburðastjórar Milljarður rís í Neskaupstað eru Lilja Guðný Jóhannesdóttir og Karen Ragnarsdóttir.

 Ekki missa af dansveislu ársins. Taktu afstöðu gegn kyndbundnu ofbeldi!