mobile navigation trigger mobile search trigger
11.04.2018

Námskeið um flóttafólk á Íslandi haldið í Fjarðabyggð

Dagana 12. og 17. apríl býður Rauði krossinn íbúum Fjarðabyggðar á fræðslunámskeið um aðstæður flóttafólks og þann stuðning sem flóttafólk fær á Íslandi.


Námskeið um flóttafólk á Íslandi haldið í Fjarðabyggð

Námskeiðið verður í tvennu lagi; fyrri hluti þann 12. apríl kl. 17.30-20.30 í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði, síðari hluti verður þann 17. apríl, kl. 17.30 á Norðfirði, í Beituskúrnum. Boðið verður upp á léttan kvöldverð.

Skoðuð verður saga fólks á flótta, réttindi og skyldur, aðstoð við að setjast að, hlutverk stuðningsfélaga á vegum Rauða krossins, menningarlegur bakgrunnur flóttafólksins o.fl. Þetta er sérstaklega hugsað fyrir þau sem eru/eða hafa hug á að gerast stuðningsfélagar flóttafólks í sveitarfélaginu en það eru einnig allir sjálfboðaliðar og aðrir íbúar velkomnir!

Hægt er að skrá sig á námskeiðið inná heimasíðu Rauða krossins með því að smella hér: http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid