mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2018

Rakel Kemp ráðin í starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna

Rakel Kemp Guðnadóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna til Fjarðabyggðar.

Rakel Kemp ráðin í starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna

Verkefnastjóri starfar á fjölskyldusviði vegna móttöku flóttamanna og sinnir tímabundnu sértæku verkefni þvert á kerfi Fjarðabyggðar. Hann ber ábyrgð á að samhæfa aðstoð og þjónustu við flóttamannahóp sem kemur til Fjarðabyggðar í febrúar 2018.