mobile navigation trigger mobile search trigger
12.04.2019

Refa- og minkaveiði, opið fyrir umsóknir

Umsóknarfrestur vegna grenjavinnslu á ref og mink er til 22. apríl n.k. skilyrt er að umsóknir berist rafrænt á netfangið anna.berg@fjardabyggd.is. Í umsókn verður eftirfarandi að koma fram: Nafn, kennitala, símanúmer, heimilisfang og netfang ásamt upplýsingum um veiðisvæði sem óskað er eftir.

Þeir sem hafa hug á að sækja um er boðið til fundar 16. apríl kl. 17 á skrifstofu Fjarðabyggðar um nýja samninga, grenjavinnslu, skilakröfur á veiðiskýrslum, þátttaka í rannsóknum Náttúrufræðistofnunar o.m.fl.  

Allar nánari upplýsingar er varða málið má fá hjá umhverfisstjóra, anna.berg@fjardabyggd.is eða í síma 470 9065.

Umhverfis- og skipulagssvið