mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2019

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikur á tímabilinu 3. júní til 16. ágúst 2019.

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Starfið hentar fólki með fjölbreyttan áhuga, t.d. á sviðlistum, kvikmyndagerð, myndlist eða tónlist.

Starfið verður mótað að áhugasviði þátttakenda, en verkefnin þurfa að uppfylla ákveðna skapandi þjónustu við samfélagið, t.a.m. pop-up viðburði við mismunandi tækifæri bæði á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð.

Gert er ráð fyrir því þátttakendur starfi að mestu leiti sjálfstætt en fái leiðsögn frá verkefnisstjóra hópsins, Emelíu Antonsdóttur Crivello.

Umsækjendur skila inn kynningarbréfi um sjálfan sig og áhugasvið sitt og hugmyndir um verkefni sem hópurinn gæti tekið sér fyrir hendur. Við val á umsækjendum verður tekið tillit til reynslu og raunhæfni umsækjanda, sýnileika og frumleika hugmynda, fjölbreytni, kynjahlutfalls umsækjenda og gæði umsókna.

Allt að 10 ungmenni fái tækifæri til að vinna skapandi sumarstörf í ár og eru bæði hópar og einstaklingar hvattir til að sækja um.

Athugið að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað standa saman að skapandi sumarstörfum 2019 og því geta hópar verið skipaðir fólki úr báðum sveitarfélögunum.

Nánari upplýsingar veitir Emelía Antonsdóttir Crivello - emeliaantonsdottir@gmail.com