mobile navigation trigger mobile search trigger
02.11.2020

Skertur opnunartími í leikskólunum Dalborg og Lyngholti 3. nóvember 2020

Þriðjudaginn 3. nóvember verður styttri opnunartími í tveimur leikskólum í Fjarðabyggð,  Dalborg á Eskifirði og Lyngholti á Reyðarfirði. 

Opnunartími þann 3. nóvember verður sem hér segir.

Dalborg: Opið frá kl. 07:30 - 12:15

Lyngholt: Opið frá kl. 12:00 – 16:30

Aðrir leikskólar í Fjarðbyggð munu hafa óbreyttan opnunartíma.

Ástæða þessa er reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnir í skólastarfi sem birt var kl. 21:30 í gærkvöldi. Í henni kemur m.a. fram að fjöldatakmarkanir verða í leikskólum, 50 börn saman í hólfi, auk þess sem samgangur starfsmanna er takmarkaður. Í þessum tveimur leikskólum þarf að fara í talsverðar tilfæringar og endurskipuleggja starfið með hliðsjón af hertum kröfum.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar til að tryggja að reglugerðinni sé fylgt. Við vonum að foreldrar sýni þessu skilning.