mobile navigation trigger mobile search trigger
14.05.2018

Slökkvilið Fjarðabyggðar tekur að sér sjúkraflutninga á Breiðdalsvík og Djúpavogi

Fimmtudaginn 10. maí var skrifað undir samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands um að slökkvilið Fjarðabyggðar taki að sér sjúkraflutninga á Breiðdalsvík og Djúpavogi.

Slökkvilið Fjarðabyggðar tekur að sér sjúkraflutninga á Breiðdalsvík og Djúpavogi
Frá vinstri: Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, Guðmundur Helgi Sigfússon, Slökkvistjóri Fjarðabyggðar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Slökkvilið Fjarðabyggðar tekur að sér sjúkraflutninga frá 1. maí 2018 og gildir samningurinn til ársloka 2019. Á hvorum stað er einn sjúkrabíll og þar starfa sjúkraflutningamenn í hlutastarfi sem nú heyra undir Slökkvilið Fjarðabyggðar.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þá Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Guðmund Helga Sigfússon, slökkviliðsstjóra, og Guðjón Hauksson, forstjóra HSA við undirritun samningsins.