mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2019

Starf sumarstarfsmanns á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar

Starfsmaður vinnur að ýmsum verkefnum á stjórnsýslu- og þjónustusviði vegna afleysinga.  Starfið er fjölbreytt og margþætt.  Ráðið er í starfið í þrjá mánuði en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júní.

Helstu verkefni:               

  • Vinna við upplýsinga- og kynningarstörf
  • Vinna við menningar- og safnastarf
  • Móttaka gesta og viðburðastjórnun
  • Ýmiss skrifstofuvinna við flokkun og skráning gagna
  • Símsvörun og þjónusta í afgreiðslu skrifstofu við viðskiptavini og aðra starfsmenn

Kröfur til umsækjanda:

  • Stúdentspróf og æskilegt að við komandi hafi viðbótarmenntun
  • Góð almennt tölvukunnátta
  • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli
  • Sjálfstæði,  frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sambands sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson bæjarritari, í síma 470 9062.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2018.

Starfslýsing.