mobile navigation trigger mobile search trigger
07.03.2018

Starfsmaður við safnið Frakkar á Íslandsmiðum

Safnastofnun Fjarðabyggðar auglýsir eftir starfsmanni við safnið Frakkar á Íslandsmiðum Fáskrúðsfirði, sumarið 2018.

Ráðningartími er frá 15. maí til 30. september 2018 með mögulega framtíðarráðningu í sumarafleysingu á safninu.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Fastur opnunartími safnsins er frá 15. maí til 30. september frá, kl. 10:00 til 18:00 alla daga vikunnar.

Hæfniskröfur:
• Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu á sögu Fáskrúðsfjarðar ásamt sögu frönsku sjómannanna sem stunduðu fiskveiðar við Íslandsstrendur í rúm 300 ár.
• Starfsmaður þarf að getað unnið sjálfstætt, haft frumkvæði og átt auðvelt með samskipti við fólk.
• Starfsmaður sér um uppgjör safns og skráningu safngesta, auk annarra verkefna sem fram koma í starfslýsingu.

Æskilegt er að umsækjandi búi yfir tungumálakunnáttu og þekki til safnamála. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Nánar upplýsingar veitir Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið sofn@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2018.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar.