mobile navigation trigger mobile search trigger
07.05.2020

Störf í sumarfrístund á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað

Langar þér að starfa með börnum í Fjarðabyggð í nýju og skemmtilegu verkefni?

Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-2020.  Sumarfrístundin verður opin frá kl. 07:45 til 12:15 frá og með þriðjudeginum 2. júní til föstudagsins 3. júlí. Samtals í 23 daga en lokað verður í sumarfrístundinni á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní.

Athugið að sumarfrístundin verður starfrækt á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað.

Helstu verkefni:

  • Gefa börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi í Sumarfrístund.
  • Hjálpa börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.
  • Aðstoða börn í kaffitímum.

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Metnaður og dugnaður.

Starfslýsing frístundaleiðbeinandi við sumarfrístundar.pdf

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. 2020.

Nánari upplýsingar veitir Bjarki Ármann Oddsson bjarki.a@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.

Sótt er umstörfin á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér