mobile navigation trigger mobile search trigger
24.04.2020

Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2020

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-20.

Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2020

Fjarðabyggð býður upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði og á Reyðarfirði sumarið 2020. Athugið að um nýtt verkefni á vegum fjölskyldusviðs er um að ræða en haldin var Sumarfrístund á Reyðarfirði sumarið 2019 sem tilraunarverkefni. Einnig verður boðið upp á sambærilega sumarfrístund á Fáskrúðsfirði í samstarfi við Ungmennafélagið Leikni. Frístundaheimilin í Grunnskólunum á hverjum stað verða safnstaðir Sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnana og verða sótt í hádeginu, nema annað verði sérstaklega auglýst.

Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir börn sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2019-2020 og er opin öllum börnum með búsetu í Fjarðabyggð.

Skráning fer fram hér og stendur hún til 11. maí.