mobile navigation trigger mobile search trigger
16.04.2021

Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2021

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.

Starfið fer fram 7. júní – 9. júlí í Neskaupstað, á Eskifirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, 1. júní – 2. júlí á Fáskrúðsfirði en 5. júlí – 6. ágúst á Reyðarfirði og verður frá klukkan 07:45 – 12:15. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri og er fyrir öll börn með búsetu í Fjarðabyggð sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2020 - 2021.

Fjarðabyggð heldur utan um sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Stöðvarfirði og Breiðdalsvík en Ungmennafélagið Leiknir býður upp á sambærilega sumarfrístund á Fáskrúðsfirði. Frístundaheimilin í Grunnskólunum á hverjum stað verða safnstaðir sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnanna og verða sótt í hádeginu, nema annað verði sérstaklega auglýst.

Heildarkostnaðurinn fyrir allar fimm vikurnar er 32.400,- kr en hægt er að skrá börn að lágmarki í eina viku í senn.

Fyrir frekari upplýsingar um Sumarfrístund á Fáskrúðsfirði er hægt að hafa samband við Unu Sigríði Jónsdóttur. Netfang: unasig@gmail.com

Fyrir frekari upplýsingar um sumarfrístund á öðrum stöðum er hægt að hafa samband við Eyrúnu Ingu Gunnarsdóttur. Netfang: eyrun.i.gunnarsdottir@fjardabyggd.is

Skráning í sumarfrístund í Neskaupstað fer fram hér

Skráning í sumarfrístund á Eskifirði fer fram hér

Skráning í sumarfrístund á Reyðarfirði fer fram hér

Skráning í sumarfrístund á Fáskrúðsfirði fer fram r

Skráning í sumarfrístund á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík fer fram hér

Skráningin er opin frá 15. – 23. apríl. Vinsamlegast athugið að ef skráning berst eftir auglýstan tíma er ekki hægt að tryggja pláss í sumarfrístund.