mobile navigation trigger mobile search trigger
01.12.2020

Tilboð í leigu á nýtingu æðarvarps í Seley 2021 - 2025

Óskað er eftir tilboði í leigu á nýtingu æðarvarps sem verið hefur í Seley um árabil. Áætlað er að um 1.000 hreiður hafi verið í eyjunni undanfarin ár. Í leigunni felst heimild til fullra afnota af varpsvæðum æðarfugls og þeirrar aðstöðu sem fyrir er í eyjunni. Æðarvarpið hefur verið friðýst sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðunn tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps, fuglamerkinga, hamskurð o.fl. með þeim réttindum og takmörkunum sem því fylgir.

Tilboð skal berast bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar í lokuðu umslagi, merkt „Tilboð í nytjarétt æðavarps í Seley“ fyrir kl.14:00. 16. desember 2020.

Opnun tilboða fer fram á fjarfundakerfinu Zoom þann 16. desember 2020 kl. 14:00. Krækja vegna Zoom fundarins verður aðgengilegur á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is fljótlega

Tilboð skal innifela fasta árlega fjárupphæð leigugreiðslu í íslenskum krónum sem verður til greiðslu í maí hvert ár leigutímans.  Tilboð með fyrirvörum eða annarri framsetningu endurgjalds en staðgreiðslu eru ógild. Bjóðandi skal tilgreina reynslu sína af umönnun æðarvarps ef hún er til staðar.

Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.