mobile navigation trigger mobile search trigger
03.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. maí

Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. maí

Á morgun, 4. maí verða þær breytingar helstar að samkomur miðast nú við fimmtíu manns í stað tuttugu áður. Þá eru frjáls samskipti grunn – og leikskólabarna frá og með morgundeginum, skipulagðar íþrótta- og sundæfingar heimilar með ákveðnum skilyrðum og tannlækna- og nuddþjónusta sömuleiðis. Hárskerar eru og komnir til starfa frá og með morgundeginum.

Aðgerðastjórn minnir á að annað er óbreytt. Mikilvægt er því sem fyrr að gæta að tveggja metra reglunni, ekki síður í starfsemi fyrirtækja og stofnana en almennt annars í samfélaginu. Þá er ekki úr vegi að minnast á handþvott og sprittnotkun, sem er jafn mikilvæg eftir 4. maí og fyrir. 

Höldum áfram að gera þetta saman.