mobile navigation trigger mobile search trigger
04.05.2018

Tónskóli Neskaupstaðar auglýsir eftir gítarkennara í fullt starf skólaárið 2018-2019

Tónskóli Neskaupstaðar sinnir almennri tónlistarmenntun þar sem nemendur á öllum aldri geta stundað nám. Skólinn býður upp á nám á grunn-, mið- og framhaldsstigi og  kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Við skólan starfa 5 kennarar í 4.5 stöðugildum, nemendur eru rúmlega 100 og er skólinn vel búinn hljóðfærum, bókum og öðrum kennslutækjum og góð aðstaða er fyrir starfsfólk. Mikið og gott samstaf er við grunnskólann á staðnum, Nesskóla, sem staðsettur er í sama húsnæði og Tónskólinn.                                                           

Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf, til eins árs, sem bæði getur kennt á klassískan- og rafgítar. Reynsla af kennslu  æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2018. 
Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Egill Jónsson, skólastjóri í síma 896 6736, tonnes@fjardabyggd.is

Smelltu hér til sækja um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is