mobile navigation trigger mobile search trigger
28.04.2020

Unnið við klapparlosun í Neskaupstað

Þessa daganna er unnið við klapparlosun á framkvæmdasvæðinu við snjóflóðavarnarmannvirkin í Neskaupstað. Íbúar gætu orðið varir við sprengingarnar á meðan þessari vinnu stendur núna í lok apríl og  maí.

Við þessa vinnu er fyllsta öryggis gætt:

  • Settir verða upp fjórir skjálftamælar til að fylgjast með sprengingum.
  • Tímasetningar sprenginga verða fastsettar á tveimur tímabilum.
  • Annars vegar á milli 11.00 og 12.00 og hins vegar á milli 16.00 og 17.00.
  • Verktaki mun rýma skilgreint öryggissvæði fyrir hverja sprengingu.
  • Verktaki mun gefa þrjú löng hljóðmerki fimm mínútum áður en sprengt er og eitt langt hljóðmerki þegar búið er að sprengja

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar