mobile navigation trigger mobile search trigger
26.02.2018

Viðbótarauglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna tillögu um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps:

Embættið hefur skipað ad hoc þau Grétar Geirsson á Fáskrúðsfirði og Hrefnu Ingólfsdóttur á Breiðdalsvík, sem hreppstjóra, til að annast utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum sem fram fara laugardaginn 24. mars næst komandi. Miðað er við að þetta fyrirkomulag taki gildi 1. mars 2018.

Þeir sem hyggjast kjósa hjá ofangreindum kjörstjórum geta haft samband við Grétar Geirsson í síma 894-7105 á Fáskrúðsfirði en við Hrefnu Ingjólfsdóttur í síma 849-6096 varðandi kosningu á Breiðdalsvík.

Sýslumaðurinn á Austurlandi 22. mars 2018

Lárus Bjarnason, sýslumaður