mobile navigation trigger mobile search trigger

STYRKIR

Fjarðabyggð veitir styrki til íþróttamála og menningarmála. Íþrótta- og tómstundanefnd sveitarfélagsins úthlutar styrkjum til íþróttamála og menningar- og safnanefnd til menningarmála á grundvelli úthlutunarreglna sem samþykktar eru af bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Styrkúthlutanir eru auglýstar á vef Fjarðabyggðar ásamt fresti til umsóknar. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir menningar- og nýsköpunarverkefni ásamt verkefnum úr sóknaráætlun landshlutans. Uppbyggingarsjóður kemur í stað Vaxtarsamnings Austurlands og Menningarráðs Austurlands og skal auglýsa opinberlega minnst einu sinni á ári eftir umsóknum. Uppbyggingarsjóður er starfandi innan Austurbrúar, stoðstofnunar sveitarfélaga á Austurlandi.

TENGD SKJÖL