Fjölskyldunefnd
42. fundur
20. október 2025
kl.
16:15
-
18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Birgir Jónsson
varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2026
Fjölskyldunefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir sitt leyti og vísar áfram til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
2.
Málefni fatlaðra
Framlagt bréf frá ÖBÍ varðandi biðlista eftir NPA þjónustu. Sviðsstjóra falið að svara erindinu.
3.
Styrkur til Krabbameinsfélags Austfjarða
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað varðandi beiðni Krabbameinsfélags Austfjarða um styrk. Fjölskyldunefnd samþykkir styrkbeiðnina og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi.
4.
Lengri opnunartími sundlaugarinnar á Stöðvarfirði sumarið 2026
Lögð fram beiðni Sterks Stöðvarfjarðar um lengri opnunartími sundlaugarinnar á Stöðvarfirði sumarið 2026 eins og gert var árið 2025. Fjölskyldunefnd felur sviðsstjóra að ræða við íbúasamtök Fáskrúðsfjarðar um að viðhafa sama fyrirkomulag um opnun sundlauga og haft var í fyrra.
5.
Gjaldskrá þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn 2026
Uppfærð gjaldskrá þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn lögð fyrir fjölskyldunefnd. Gjaldskrá tekur mið af barnalífeyri Tryggingastofnunar hverju sinni. Vísað til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2026
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá stuðningsþjónustu. Fjölskyldunefnd samþykkir hækkun gjaldskrár stuðningsþjónustu um 3,9%. Vísað til bæjarráðs.
7.
Öldungaráð - 19
Fundagerð Öldungaráðs lögð fram til kynningar.