Skipulags- og framkvæmdanefnd
45. fundur
23. október 2025
kl.
16:00
-
17:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
varaformaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Öldungaráð - ýmislegt
Öldungaráð leggur fram tillögu fyrir fjölskyldunefnd um að mála fjólubláa bekki í öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu.
Gestir. Fjölskyldunefnd fagnar erindinu og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdanefnda. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og vísar því til sviðsstjóra til nánari útfærslu.
Gestir. Fjölskyldunefnd fagnar erindinu og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdanefnda. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og vísar því til sviðsstjóra til nánari útfærslu.
2.
Gjaldskrá vatnsveitu 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs og umsagnar HAUST.
5.
Gjaldskrá hitaveitu 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá rafhleðslustöðva 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
8.
Gjaldskrá fráveitu 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
11.
Öldungaráð - ýmislegt
Öldungaráð leggur fyrir fjölskyldunefnd að halda áfram úrbótum á húsnæðum félaga eldra fólks í Fjarðabyggð.Fjölskyldunefnd þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdanefndar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
12.
Stríðsárasafnið grenndarkynning
Grenndarkynningu lokið vegna umsóknar um byggingarleyfi við Stríðasárasafnið, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir grenndarkynninguna og vísar henni til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
13.
Byggingarleyfi Stríðsárasafnið, 730 Reyðarfirði
Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað og grenndarkynning hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.