Stjórn menningarstofu
25. fundur
20. október 2025
kl.
14:00
-
15:35
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Árni Pétur Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
Fulltrúi bæjarhátíðarinnar Stöð í Stöð í Fjarðabyggð fór yfir með stjórn framkvæmd og fyrirkomulag hátíðarinnar.
Stjórn vísar málefnum bæjarhátíðanna til frekari úrvinnslu upplýsingafulltrúa og bæjarritara.
Stjórn vísar málefnum bæjarhátíðanna til frekari úrvinnslu upplýsingafulltrúa og bæjarritara.
2.
Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum - Sjóminjasafn Austurlands
Framlögð eftirlitsskýrsla Safnaráðs vegna Sjóminjasafns Austurlands en fulltrúar stjórnar Sjóminjasafnsins sátu jafnframt fundinn.
Stjórn menningarstofu vísar skýrslunni til stjórnar Sjóminjasafns Austurlands og verkefnastjóra safna til að vinna tillögur að ráðstöfunum vegna skýrslunnar.
Stjórn menningarstofu vísar skýrslunni til stjórnar Sjóminjasafns Austurlands og verkefnastjóra safna til að vinna tillögur að ráðstöfunum vegna skýrslunnar.
3.
Uppbygging fyrsta áfanga Íslenska stríðsárasafnsins
Kynnt fyrir stjórn menningarstofu hönnun og aðaluppdrættir 1. áfanga endurbyggingar Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði.
Stjórn samþykkir allar forsendur hönnunar sem koma fram í aðaluppdráttum og felur skipulags- og framkvæmdasviði að annast undirbúning og framkvæmd verksins. Jafnframt óskar stjórn eftir minnisblaði frá skipulags- og framkvæmdasviði um væntan kostnað verkefnisins og áfanga- og tímaáætlun þess fyrir næsta fund.
Stjórn samþykkir allar forsendur hönnunar sem koma fram í aðaluppdráttum og felur skipulags- og framkvæmdasviði að annast undirbúning og framkvæmd verksins. Jafnframt óskar stjórn eftir minnisblaði frá skipulags- og framkvæmdasviði um væntan kostnað verkefnisins og áfanga- og tímaáætlun þess fyrir næsta fund.
4.
Gjaldskrá félagsheimila 2026
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir árið 2026 til afgreiðslu.
Stjórn samþykkti drög gjaldskrár og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Stjórn samþykkti drög gjaldskrár og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.