mobile navigation trigger mobile search trigger

BARNAVERNDARNEFND

Um verkefni barnaverndarnefndar fer samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og barnalögum nr. 76/2003. Nefndin skal móta stefnu bæjarins í barnaverndarmálum og taka ákvarðanir á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt.

Félagsmálanefnd mun fara með málefni barnaverndarnefndar fram að áramótum 2022/2023

Barnaverndarnefnd fer með eftirtalin verkefni:

  • Mótar stefnu í barnavernd að höfðu samráði við félagsmálanefnd.
  • Annast viðfangsefni sem barnaverndarnefndum eru falin í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 12. gr. laganna.
  • Gerir tillögu til bæjarstjórnar að framkvæmdaáætlun um vernd barna og ungmenna í samræmi við 9. gr. barnaverndarlaga.
  • Fylgir eftir framkvæmd barnalaga nr. 76/2003 og laga um ættleiðingar nr. 130/1999.
  • Hefur eftirlit með að stefnumörkun og samþykktum varðandi barnavernd sé fylgt.