EIGNA, SKIPULAGS- OG UMHVERFISNEFND
Nefndin fer með eignaumsýslu, málefni veitna, þjónustu- og tækjamiðstöðvar og umferðar- og umferðaröryggismál. Nefndin varð til við samruna mannvirkjanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar. Landbúnaðarnefnd starfar í umboði nefndarinnar.
Nefndin skal móta stefnu bæjarins varðandi mannvirki og umsjón þeirra, náttúruvernd og umhverfismál, þ.m.t. meðferð úrgangs, skipulags- og byggingarmál og samgöngu- og umferðaröryggismál. Nefndin skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.
Fundargerðir eigna, skipulags- og umverfisnefndar má nálgast hér.