mobile navigation trigger mobile search trigger

EIGNA, SKIPULAGS- OG UMHVERFISNEFND

Nefndin fer með eignaumsýslu, málefni veitna, þjónustu- og tækjamiðstöðvar og umferðar- og umferðaröryggismál. Nefndin varð til við samruna mannvirkjanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar. Landbúnaðarnefnd starfar í umboði nefndarinnar. 

Nefndin skal móta stefnu bæjarins varðandi mannvirki og umsjón þeirra, náttúruvernd og umhverfismál, þ.m.t. meðferð úrgangs, skipulags- og byggingarmál og samgöngu- og umferðaröryggismál. Nefndin skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.

Fundargerðir eigna, skipulags- og umverfisnefndar má nálgast hér.

Aðalmenn

Jón Björn Hákonarson formaður (B)
Ívar Dan Arnarson varaformaður (B)
Kristjana Guðmundsdóttir (L)
Kamma Dögg Gísladóttir (L)
Ragnar Sigurðsson (D)

Varamenn

Elías Jónsson (L)
Valdimar Másson (L)
Daði Benediktsson (B)
Svanhvít Aradóttir (B)
Magnús Karl Ásmundsson (D)