mobile navigation trigger mobile search trigger

FRÆÐSLUNEFND

Nefndin skal móta stefnu bæjarins í fræðslu- og menntamálum. Nefndin skal vinna að samhæfingu skólastarfs í Fjarðabyggð. Nefndin skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt.  Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.

Smelltu hér til að skoða fundargerðir fræðslunefndar.

Aðalmenn

Birgir Jónsson, formaður (B)
Salóme Harðardóttir, varaformaður (L)
Jónas Eggert Ólafsson (L)
Ingi Steinn Freysteinsson (D)
Jóhanna Sigfúsdóttir (D)

Varamenn

Malgorzata Beata Libera (L)
Birta Sæmundsdóttir (L)
Bjarney Hallgrímsdóttir (B)
Sigurjón Rúnarsson (D)
Magni Þór Harðarson (D)

FRÆÐSLU- OG MENNTAMÁL

Nefndin vinnur að samstarfi menntastofnana í sveitarfélaginu. Stuðlar að samstarfi skólastiga í sveitarfélaginu og samstarfi og samþættingu starfs tónlistarskóla með þeim. Tilnefnir fulltrúa í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands og annast samskipti við skrifstofuna og önnur fræðsluyfirvöld. Framfylgir fræðslu- og frístundastefnu og endurmetur hana að jafnaði tvisvar á kjörtímabili. 

LEIKSKÓLAMÁL

Fer með hlutverk leikskólanefndar samkvæmt leikskólalögum og hefur umsjón með framkvæmd laganna. Hefur samráð við starfsmenn leikskóla og fulltrúa foreldra. Hefur eftirlit með starfsemi leikskóla og vinnur að samræmingu leikskólastarfs  í sveitarfélaginu.

GRUNNSKÓLAMÁL

Fer með verkefni grunnskólanefndar samkvæmt grunnskólalögu og hefur umsjón með framkvæmd laganna vegna grunnskóla Fjarðabyggðar. Staðfestir skólanámsskrá og starfsáætlun skóla samkvæmt grunnskólalögum. Hefur samráð við skólastjóra grunnskóla, starfsmenn grunnskóla og fulltrúa foreldra um skólastarfið, skólaráð og nemendaráð hvers grunnskóla eftir því sem við á. Hefur umsjón með málefnum skóladagheimila í Fjarðabyggð. 

MÁLEFNI FRAMHALDSSKÓLA- OG HÁSKÓLA 

Hefur samráð við menntamálaráðuneytið og önnur fræðsluyfirvöld um starfsemi á framhalds- og háskólastigi. Hefur umsjón með samstarfssamningum sveitarfélagsins við framhaldsskóla. Vinnur að eflingu og þróun mennta- og rannsóknarstarfsemi á háskólastigi í Fjarðabyggð. Fer með ábyrgð á símenntun og fullorðinsfræðslu af hálfu Fjarðabyggðar.   

MÁLEFNI TÓNLISTARSKÓLA 

Hefur umsjón með starfsemi tónlistarskóla í Fjarðabyggð og með framkvæmd laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.