mobile navigation trigger mobile search trigger
30.11.2017

233. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 233. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

30. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Sævar Guðjónsson varamaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Gunnlaugur Sverrisson embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1711013F - Bæjarráð - 543

Fundargerðir bæjarráðs nr. 543 og 544 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 543 frá 20.nóvember 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

1.1

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

1.2

1711083 - Heillaóskir vegna nýrra Norðfjarðrarganga

1.3

1706125 - Erindi frá Breiðdalshreppi - sameiningarmál

1.4

1710124 - Skýrsla um ferðasumarið 2017

1.5

1411139 - Afnotasamningur við landeigendur Skíðasvæðisins í Oddsskarði

1.6

1711121 - Eignarhald á félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði

1.7

1711123 - Dalatangi - netsamband um gervihnött - þjónusta lögð niður um áramót

1.8

1709156 - Ráðning framkvæmdastjóra hafna

1.9

1704074 - Öryggismál og eldvarnir jarðganga

1.10

1710064 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember

1.11

- Hafnarstjórn - 187

1.12

- Félagsmálanefnd - 101

2.

1711015F - Bæjarráð - 544

Fundargerðir bæjarráðs nr. 543 og 544 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 544 frá 27.nóvember 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

2.1

1311103 - Jólasjóðurinn

2.2

1703120 - Stefnumótun í fiskeldismálum

2.3

1709072 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

2.4

1711109 - Snjóflóðavarnir Urðabotna/Drangagil

2.5

1711085 - Ofanflóðavarnir í Neskaupstað og Eskifirði - bætur vegna skógræktar

2.6

1711105 - Samningur við Náttúrustofu Austurlands

2.7

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar

2.8

1702075 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017

2.9

1711143 - Lánasamningur vegna 135 m.kr. láns nr. 1712_48

2.10

1711144 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 7

2.11

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

2.12

1710159 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2021

2.13

1706041 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018

2.14

1709203 - Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018

2.15

1709206 - Gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingafulltrúa 2018

2.16

1709215 - Gjaldskrá bókasafna 2018

2.17

1709195 - Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2018

2.18

1709210 - Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2018

2.19

1709200 - Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018

2.20

1709216 - Gjaldskrá félagsheimila 2018

2.21

1709208 - Gjaldskrá í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2018

2.22

1709209 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018

2.23

1709221 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018

2.24

1710065 - Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018

2.25

1709196 - Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2018

2.26

1709211 - Gjaldskrá grunnskóla 2018

2.27

1709212 - Gjaldskrá skóladagheimila 2018

2.28

1709214 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2018

2.29

1709213 - Gjaldskrá leikskóla 2018

2.30

1709198 - Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2018

2.31

1709207 - Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2018

2.32

1709197 - Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2018

2.33

1709220 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2018

2.34

1710077 - Útsvar 2018

2.35

1406124 - Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018

2.36

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 191

3.

1711014F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 191

Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 191 frá 20.nóvember 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

3.1

1612013 - Klippikort á söfnunarstöðvum

3.2

1711113 - Dúfur í miðbæ Reyðarfjarðar

3.3

1703120 - Stefnumótun í fiskeldismálum

3.4

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

3.5

1711036 - 730 Sunnugerði 3 - Umsókn um stækkun lóðar ásamt endurnýjun á lóðaleigusamningi

3.6

1706060 - 750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting - skógrækt, Víkurgerði

3.7

1710004 - 750 Álfabrekka 6 - byggingarleyfi, stækkun bílskúrs

3.8

1710155 - 730 Austurvegur - Umsókn um lóð

3.9

1709203 - Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018

3.10

1709206 - Gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónsutugjalda skipulags- og byggingafulltrúa 2018

3.11

1711115 - 755 Óseyri - efnistaka

3.12

1711106 - Skóla- og íþróttasvæði,miðbær Reyðarfirði

3.13

1709020 - Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd

3.14

1711109 - Snjóflóðavarnir Urðabotna/Drangagil

3.15

1509179 - Ofanflóðavarnir á Norðfirði ? Urðarbotn og Sniðgil og Urðabotna og Bakkagil. Mat á umhverfisáhrifum. Drög að frummatsskýrslu.

3.16

1711085 - Ofanflóðavarnir í Neskaupstað og Eskifirði - bætur vegna skógræktar

3.17

1710015 - Frístundaakstur

3.18

1710064 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember

3.19

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

4.

1711011F - Hafnarstjórn - 187

Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 187 frá 16.nóvember 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

4.1

1709156 - Ráðning framkvæmdastjóra hafna

4.2

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

4.3

1711018 - Ábending frá Hafnasambandi Íslands vegna fyrirspurnar til nokkurra hafna um farþegagjöld

4.4

1605076 - Aðalfundur SSA 2017

4.5

1710093 - Aðalfundarboð 2017 - Ársreikningur 2016

4.6

1710162 - Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Sergey Balashevich skipstjóra á Mv Marmaui

4.7

1711023 - Umsókn um skammtímaafnot af landi við Mjóeyrarhöfn vormánuði 2018

4.8

1710105 - 730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips

4.9

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

4.10

1201079 - Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði

4.11

1711082 - Fyrirspurn um heimild til að afhenda rannsóknarskýrslur

4.12

1706041 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018

5.

1711008F - Félagsmálanefnd - 101

Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 101 frá 14.nóvember 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

5.1

1709026 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Félagsmálanefnd

5.2

1710137 - Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2018

5.3

1710182 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2018

5.4

1710151 - Móttaka flóttamanna á árinu 2018

5.5

1705232 - Ósk um niðurfellingu/styrk á fasteignagjöldum vegna veikinda

5.6

1110040 - Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

5.7

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

6.

1710077 - Útsvar 2018

Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að útsvari á árinu 2018. Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars á árinu 2018 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð.

7.

1709220 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2018

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2018 ásamt viðmiðunum um afslátt fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega samhliða minnisblaði fjármálastjóra um álagninguna. Einnig er lögð fram tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2018.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögum úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að fasteignagjöld ársins 2018 verði sem hér segir:

Fasteignaskattur A verði 0,50 % 1 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % 2 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,65 % 3 af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,258 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,343 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 28.828 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 13.682 kr. á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta - mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki dagur gjalddagamánaðar

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 9 atkvæðum að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
a) Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og hækki um 6,4% frá árinu 2017 og verði kr. 62.517 á árinu 2018.
b) Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2017 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2018 og breytist í samræmi við launavísitölu eða 6,7% frá fyrra ári og skulu tekjumörk vera sem hér segir:
Einstaklingar: Brúttótekjur allt að kr. 3.416.095 - 100% afsláttur en brúttótekjur yfir kr. 4.517.707 - 0% afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk: Brúttótekjur allt að kr. 5.188.613 - 100 % afsláttur en brúttótekjur yfir kr 6.201.088 - 0% afsláttur.

8.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Seinni umræða um fjárhags- og starfsáætlun 2018.
Lögð fram tillaga til síðari umræðu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana auk tillögu að starfsáætlun, fyrir árið 2018, ásamt greinargerð fjármálastjóra um breytingar sem gerðar hafa verið á áætlun milli umræðna og áhrif þeirra á áætlun áranna 2018 - 2021.

Bæjarstjóri fylgdi fjárhags- og starfsáætlun ársins 2018 úr hlaði.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Pálína Margeirsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar 2018 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir eru eftirfarandi:

Tölur í milljónum.kr
                                   Rekstrarniðurstaða           Fjárfestingar                Afb. langt.lána og leiguskuldb.
Samstæða A- hluta                123,2                         233,7                                   337,4
Samstæða B- hluta                308,9                         567,4                                   162,8
Samstæða A og B hluta          432,1                         801,1                                   500,2

Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 en vekja athygli á mörgun óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vegur mest óvissa vegna kjarasamninga. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vekja athygli á að enn er mörgu ólokið við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG "Fjarðabyggð til framtíðar“ og það eru vonbrigði að ekki hafi enn tekist að útfæra endanlegar hugmyndir um frístundakort.
Þá telja bæjarfulltrúar Fjarðalistans nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun- og starfsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018, með 9 atkvæðum.

9.

1710159 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2021

Seinni umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun 2019 - 2021. Framlögð tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 - 2021.
Bæjarstjóri fylgdi þriggja ára áætlun úr hlaði og gerði grein fyrir helstu forsendum áætlunarinnar.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Sævar Guðjónsson.

Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja fjárhagsáætlun næstu þriggja ára en vekja athygli á mörgun óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vegur mest óvissa vegna kjarasamninga.
Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vekja athygli á að enn er að mörgu ólokið vinnu við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG "Fjarðabyggð til framtíðar" og það eru vonbrigði að ekki hafi enn tekist að útfæra endanlegar hugmyndir um frístundakort. Þá telja bæjarfulltrúar Fjarðalistans nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti.

Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2019 til 2021, með 9 atkvæðum.

10.

1711144 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 7

Framlagður viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017. Viðaukinn er vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga að upphæð um 548 milljónir króna.

Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði. Fyrir liggur tillaga fyrir bæjarráði að taka 135 milljónir króna að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga en að öðru leyti er gert ráð fyrir að taka að láni með tveimur skuldabréf eftirstöðvar lífeyrisskuldbindingarinnar hjá Brú lífeyrissjóði þegar endanlegt uppgjör skuldbindingarinnar liggur fyrir nú í desember nk. Annars vegar um 371,3 milljónir króna til 30 ára og hins vegar um 40,2 milljónir króna til 20 ára. Bæði skuldabréfin verða verðtryggð og bera um 3,5% vexti.

Því er lagt til í samræmi við ofangreint að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 og mun fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 breytast sem hér segir:

Rekstur lífeyrisskuldbindinga í málaflokki 27 hækkar sem nemur kr. 135.000.000 fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 316.102.410.

Langtímakröfur Aðalsjóðs Fjarðabyggðar hækki um kr. 411.500.000.

Lántaka ársins 2017 ársins í Aðalsjóði hækki sem nemur kr. 546.500.000 fyrir árið 2017 og nemi í heildina fyrir A hluta 939.500.000 milljónir króna og fyrir samstæðu Fjarðabyggðar kr. 1.399.500.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2017, með 9 atkvæðum.

11.

1711143 - Lánasamningur vegna 135 m.kr. láns nr. 1712_48

Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 139.769.516, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 135.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er bundið vísitölu neysluverð og ber fasta vexti. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri við Brú lífeyrissjóð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

12.

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar

Tillaga að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar, ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð, tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri mælti fyrir húsnæðisstefnu.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson og Sævar Guðjónsson.
Samþykkt með 9 atkvæðum að vísa Húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn, þegar frekari vinnsla áætlunar hefur farið fram.

13.

1709072 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir sérstökum skilyrðum Fjarðabyggðar vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir skilyrðin samhljóða og felur jafnframt bæjarstjóra umboð til að staðfesta alla samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41.