mobile navigation trigger mobile search trigger
16.05.2017

31. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 31. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

16. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður. Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1611025 - Menningarmiðstöðvar á Austurlandi

Umræða um stöðu menningarmála á Austurlandi. Signý Ormarsdóttir sat þennan lið fundarins og kynnti m.a. starf menningarfulltrúa og sóknaráætlun Austurlands.

2.

1705055 - Tilnefningar til Menningarverðlauna SSA 2017

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA 2017 fyrir 11.ágúst. Menningar- og safnanefnd er sammála um að tilnefna fornleifarannsóknir í Stöð á Stöðvarfirði. Jafnframt að fara yfir aðrar mögulegar tilnefningar á næsta fundi.

3.

1705067 - Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar

Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til sveitarfélaga vegna draga að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Forstöðumaður Safnastofnuanr fór yfir kynningu á reglugerð sem fór fram 15. maí. Frestur til að skila inn umsögnum um reglugerðina er til 16. júní. Í drögum eru m.a. gerðar strangari kröfur um húsnæðismál héraðsskjalasafna. Forstöðumenn Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, munu skila inn umsögn um drögin.

4.

1704078 - Upplýsingaskilti við minnisvarða um franska fiskimenn við Íslandsstrendur

Bréf Guðrúnar Einarsdóttur er varðar hugmyndir um upplýsingaskilti á Fáskrúðsfirði vegna minnisvarða um franska fiskimenn við Íslandsstrendur. Menningar- og safnanefnd telur hugmyndina áhugaverða enda ætti hún að geta fallið að tillögu að útilistaverkum í menningarstefnu sveitarfélagsins. Vísað til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun 2018.

5.

1703134 - Starf forstöðumanns menningarstofu Fjarðabyggðar

Fjórir einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns menningarstofu Fjarðabyggðar. Umsækjendur kynntir.

6.

1703210 - Reyðarfjarðarborkjarni á Breiðdalsvík

Bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 29. mars sl. þar sem farið var fram á að Reyðarfjarðarborkjarninn, verði fluttur á Borkjarnasafnið á Breiðdalsvík. Bæjarráð samþykkti að afhenda borkjarnann til Borkjarnasafnsins á Breiðdalsvík og Náttúrufræðistofnun annaðist og greiddi allan kostnað við flutning kjarnans.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.