Menningar- og nýsköpunarnefnd
Menningar- og safnanefnd mótar stefnu í menningar- og safnamálum. Hún tekur ákvarðanir innan markaðrar stefnu og fjárheimilda í þeim málaflokkum. Nefndin gerir tillögur til bæjarráðs varðandi valdsvið sitt. Nefndin ber ábyrgð á safnastarfi bæjarfélagsins og samskiptum við þá aðila sem vinna að menningarmálum. Nefndinni ber að vinna að undirbúningi viðburða og hátíða í samvinnu við hagsmunaaðila. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.
Fundargerðir menningar- og nýsköpunarnefndar má finna með því að smella hér