mobile navigation trigger mobile search trigger

Framlag frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga

Verði af sameiningu munu koma til nýja sveitarfélagsins sérstök framlög vegna hennar, allt að 680 milljónir króna, úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu 5 árum. Stærsti hlutinn er svonefnt skuldajöfnunarframlag. Endanlegir útreikningar vegna þess munu byggja á ársreikningum 2017.

Jafnframt mun Jöfnunarsjóðurinn greiða framlag til þróunar og endurskipulagningar á stjórnsýslu í sameinuðu sveitarfélagi. Umtalsvert fjármagn mun renna til innviðauppbyggingar í Breiðdal og einnig til að bæta nýju sveitarfélagi upp tapaðar jöfnunarsjóðsgreiðslur í 5 ár m/v að áfram hefði verið um tvö sveitarfélög að ræða.

Kostnað við störf samstarfsnefndar og sjálfa kosninguna greiðir Jöfnunarsjóðurinn, burtséð frá því hverjar niðurstöður verða.

                                          

Heiti framlags:

Vegna Breiðdalshr.

Vegna Fjarðabyggðar

Samtals

krónur.

Skuldajöfnun

24.000.000.-

450.000.000.-

474.000.000.-

Þróun og endurskipulagning

 

 

157.000.000.-

Skert tekju- og útgjaldajöfnun

 

 

50.000.000.-

 

 

Samtals kr.:

681.000.000.-

 

Auk þess greiðsla vegna útlagðs kostnaðar, allt að kr.

17.000.000.-

 

Önnur veigamikil aðkoma opinberra aðila lýtur að því að lækka skuldir á félagslegum íbúðum í Breiðdalshreppi. Það mun gera mönnum kleift að selja meirihluta þeirra og létta þar með af þyngstu rekstrareiningu sveitarfélagsins til margra ára. Verið er að vinna að lausn málsins og verða upplýsingar þar um settar inn á heimasíðuna og kynntar á íbúafundum, þegar mál skýrast.