mobile navigation trigger mobile search trigger

Framtíðarsýn

Auk málefnasamkomulagsins var samstarfsnefndin sammála um að setja fram í kynningarefni fyrir íbúana skýra framtíðarsýn um fyrirkomulag ýmissa mála, sem tryggja myndu að nýtt sameinað sveitarfélag yrði í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi til lengri tíma litið.

Má þar nefna eftirtalin atriði:

  1. Rafræn stjórnsýsla. Samið verður við ríkisvaldið um að þróa þessa hugmynd í samvinnu sem tilraunaverkefni.
  2. Samgöngumál, sbr. almenningssamgöngur.
  3. Efling sóknarfæra í atvinnumálum.

Varðandi liði 2 og 3 er stefnt að því að efla félagslega þátttöku íbúanna og sameiginlegan vinnumarkað.  Í því sambandi yrði Fjarðabyggð tilraunasveitarfélag þar sem veitt yrði fjármagni til verkefna til allt að 5 ára, Þá yrðu almenningssamgöngur skipulagðar með það að markmiði að bæta aðgengi að sameiginlegum vinnumarkaði sem og  félagsstarfi þ.m.t.  íþróttaaðstöðu.

  1. Efling sóknarfæra í ferða- og menningarmálum. Unnið verður með sérstöðu svæða.

 

Sérstaða Breiðdals:

Breiðdalur er þekktur fyrir náttúrufegurð. Þar eru frumatvinnugreinar enn þá stundaðar, bæði öflugur landbúnaður og hafnsækin starfsemi vegna nálægðar við gjöful fiskimið.

Rík áhersla er lögð á þátt menningar, vísinda og ferðaþjónustu. Má í því sambandi nefna jarðfræði svæðisins, en þar eru menning og vísindi nýir vaxtarbroddar. Hið sama gildir um þátt  sögu, málvísinda og menningartengdar ferðaþjónustu.

 

Sérstaða Fjarðabyggðar:

Fjarðabyggð er fjölkjarna samfélag með fjölbreytta atvinnustarfsemi þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Sérstaða hvers byggðakjarna hefur fengið að njóta sín.

Samfélagið byggir á fjölbreyttri menningu, öflugu æskulýðsstarfi, einstakri náttúru og góðu mannlífi.

Atvinnu sækja íbúar þvert um allt sveitarfélagið með fjölgun atvinnutækifæra og bættum samgöngum.