mobile navigation trigger mobile search trigger

Kosning um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar

Ákveðið hefur verið að fram fari kosning meðal íbúa Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar laugardaginn 24. mars 2018 um sameiningu sveitarfélaganna.

Í nóvember 2017 skipuðu sveitarstjórnir sveitarfélaganna hvor fyrir sig fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu. Hefur nefndin skilað áliti ásamt skýrslu þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um málið.

Kosning íbúa sveitarfélaganna fer samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar verður hjá sýslumönnum og fljótlega auglýst, hvenær hún getur hafist.

Á þessari síðu munu birtast upplýsingar um framkvæmd kosningana um leið og þær liggja fyrir.

Kjörseðilinn

Til að sameining nái fram að ganga þarf að verða meirihluti atkvæða með tillögunni í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Spurningin á atkvæðaseðlinum verður einföld:

Ert þú samþykk / samþykkur sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar ?

 

Já                              Nei

Kjörstaðir

Við atkvæðagreiðslu í Fjarðabyggð um tillögu samstarfsnefndar um að sveitarfélöginn Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð verði sameinuð, sem fram fer laugardaginn 24. mars 2018, verður kosið á eftirtöldum stöðum í Fjarðabyggð:

Eskifjörður - Kirkjumiðstöðin - 09:00 - 22:00

Fáskrúðsfjörður - Grunnskólinn - 09:00 - 22:00

Norðfjörður og Mjóifjörður - Nesskóli - 09:00 - 22:00

Reyðarfjörður - Safnaðarheimilið - 09:00 - 22:00

Stöðvarfjörður - Grunnskólinn - 09:00 - 22:00

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Hægt er að kjósa á þjónustuskrifstofum embættis sýslumannsins á Seyðisfirði á eftirtöldum stöðum:

Egilsstöðum,

Eskifirði,

Seyðisfirði,

Vopnafirði.

Kjósendur í Mjóafirði geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sigfúsi Vilhjálmssyni og er þeim bent á að hafa samband við hann. Ekki verður starfandi kjördeild þar á kjördag. Einnig er hægt að kjósa hjá öllum sýslumannsembættum á landinu. Reynt verður að bjóða upp á aðstoð við kjósendur, sem telja sig ekki munu geta mætt á kjörstað.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði s. 458-2700.