mobile navigation trigger mobile search trigger

FJARÐABYGGÐARHAFNIR

Hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur umsjón með rekstri hafnarsjóðs og allri uppbyggingu á athafnasvæðum hafna. Leiðarljós hafnarstjórnar er að viðskiptavinum Fjarðabyggðarhafna sé veitt framúrskarandi þjónusta á öllum sviðum hafnarstarfsemi. Hlutverk Fjarðabyggðarhafna er að þjónusta fyrirtæki með hafntengda starfsemi, sjá um samskipti við skip eða umboðsaðila þeirra, framkvæmd hafnsögu, aðstoð með dráttarbát, vigtun sjávarfangs og annað sem fellur undir hafnsækna starfsemi. Um Fjarðabyggðarhafnir fer mesti landaði sjávarafli á landsvísu. Hafnarstarfsemin er að sama skapi víðfeðm og dreifist hún á sjö hafnir þ.e. hafnirnar á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík ásamt Mjóeyrarhöfn. Með tilkomu Mjóeyrarhafnar hefur vægi vöruflutninga aukist, en áhersla var áður aðallega á þjónustu við sjávarútveg. 

Hjá Fjarðabyggðarhöfnum starfa tíu starfsmenn í fullu starfi og starfsmaður í hlutastarfi við Mjóeyrarhöfn. Á Stöðvarfirði sér starfsmaður þjónustumiðstöðvar um höfnina. Starfsmenn hverrar starfsstöðvar hafa umsjón með daglegum rekstri. Vinnutími þeirra er frá 8-17 virka daga, en auk þes eru starfsmenn á bakvöktum sem sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Starfsmenn Fjarðabyggðarhafna sjá um að veita hafnsögu- og dráttarbátaþjónustu, auk þess sem þeir sinna tilfallandi störfum hver á sinni starfsstöð. Fjarðabyggðarhafnir mynda sjálfstæða rekstrareiningu innan stofnanakerfis sveitarfélagsins. Framkvæmdastjóri hafnanna starfar með hafnarstjórn en fundir stjórnar eru haldnir a.m.k. einu sinni í mánuði.

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar fer með daglega stjórn hafnarinnar í umboði hafnarstjórnar. Sviðið ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðningi við hafnarstjórn og gætir þess að mál sem lögð eru fyrir stjórnina séu vel undirbúin og greinargóð. Sviðið veitir viðtöku erindum til hafnarinnar og ber ábyrgð á afgreiðslu þeirra sem og eftirfylgni við ákvarðanir hafnarstjórnar auk þess sem það ber ábyrgð á undirbúningi fjárhags- og starfsáætlunar og hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnarinnar.

Framkvæmdasvið skal gæta að ákvæðum hafnalaga og hafnarreglugerða í rekstri og framkvæmdum hafnarinnar og hafa reglu á öllu hafnarsvæðinu hvort heldur er á sjó eða landi.  Sviðsstjóri framkvæmdasviðs er yfirmaður starfsmanna hafnarinnar og sér um ráðningar og uppsagnir. Hann annast samskipti við hagsmunaaðila og gætir þess að skipulag og framkvæmdir á hafnarsvæðinu fái umfjöllun eigna-, skipulags og umhverfisnefndar. 

STARFSMENN FJARÐABYGGÐARHAFNA

Nafn Starfsheiti Símanúmer Netfang
Árni Bergþór Kjartansson Skipstjóri +354 476 1199 Netfang
Birgitta Rúnarsdóttir Verkefnastjóri hafna 470 9016 Netfang
Birkir Snær Guðjónsson Hafnarvörður +354 475 9040/ +354 474 1305
Egill Guðjónsson Skipstjóri +354 475 9040/ +354 474 1305
Guðlaugur Jón Haraldsson Vélstjóri +354 476 1199 Netfang
Gunnar Ásgeir Karlsson Bæjarverkstjóri - Hafnarsvið +354 477 1333 Netfang
Hafþór Eide Hansson Yfirhafnsögumaður +354 4759040 Netfang
Hreggviður Sigurþórsson Hafnarvörður Eskifjarðarhöfn +354 476 1199 Netfang
Ingvi Már Gíslason Hafnarvörður +354 4771333 Netfang
Ingvi Rafn Guðmundsson Hafnsögumaður +354 474 1305 Netfang
Jón Björgúlfsson Hafnarvörður +354 477 1333 Netfang
Ketill Hallgrímsson Vélstjóri Reyðarfjarðarhöfn +354 474 1305 Netfang
Rúnar Óli Birgisson Hafnarvörður +354 4771333
Sigfús Vilhjálmsson Hafnarvörður Mjóafjarðarhöfn
Sigurður Elíasson Áhaldahús/Höfn Breiðdalsvík
Yngvar Orri Guðmundsson Hafnarvörður +354 4771333