mobile navigation trigger mobile search trigger

FJÁRMÁLASVIÐ

Fjármálasvið hefur umsjón og eftirlit með fjármálalegri starfsemi sveitarfélagsins og stofnana þess. Það sér um innheimtu og álagningu gjalda, undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar, eftirlit með ráðstöfun fjárveitinga stofnana innan ársins og færslu bókhalds fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans, ásamt kostnaðareftirliti og innkaupastjórn.

Fjármálasvið sér einnig um gerð ársreiknings fyrir bæjarsjóð og stofnanir í samráði við endurskoðendur bæjarins.  Sviðið er stoðsvið sem veitir þjónustu þvert á fagsvið sveitarfélagsins.

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri ber ábyrgð á rekstri fjármálasviðs og þjónustu þess gagnvart íbúum, stjórnendum og starfsmönnum og kjörnum fulltrúm Fjarðabyggðar.  Hann stýrir gerð fjárhags- og starfsáætlana og vinnslu og gerð ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana. 

Hann ber ábyrgð á undirbúningi að  stefnumótun í fjármálum, yfirumsjón með rekstrareftirliti og tillögum til að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri.  Hann ber ábyrgð á innkaupamálum, samræmingu þeirra og eftirfylgni.  Hann ber einnig ábyrgð á  fjárreiðum Fjarðabyggðar og álagningu og innheimtu allra gjalda.