Umhverfis- og skipulagssvið
Stefna Fjarðabyggðar í umhverfismálum byggir á grunni sjálfbærrar þróunar, eins og hún er sett fram í stefnu stjórnvalda um Velferð til framtíðar. Umhverfisviðmiðin sem sveitarfélagið starfar eftir skiptast í fjóra meginflokka. Þeir eru; heilnæmt og öruggt umhverfi, verndun náttúru Íslands, sjálfbær nýting auðlinda og hnattræn viðfangsefni. Litið er svo á að heilnæmt umhverfi og sátt sambúð manns og náttúru varði velferð Fjarðabyggðar og framtíðarhag. Í framkvæmd byggja umhverfismál á samstarfi sveitarfélags og íbúa. Liður í umhverfisstefnu Fjarðabyggðar er að stuðla að aukinni endurvinnslu á sorpi og endurvinnanlegum úrgangi.
Á umhverfis og skipulagssviði er unnið að skipulags- og byggingarmálum Fjarðabyggðar. Það fylgir eftir aðalskipulagi sveitarfélagsins, annast aðal- og deiliskipulagsgerð, útgáfu leyfisveitinga á sviði skipulags- og byggingamála og hefur eftirlit með verklegum framkvæmdum. Gildandi aðalskipulag er til ársins 2027 og var við gerð þess lögð áhersla á víðtækt samráð við íbúa Fjarðabyggðar og aðra haghafa.
Í aðalskipulaginu kemur fram sú framtíðarsýn og stefna sem var mótuð fyrir sameinaða Fjarðabyggð, en sveitarfélagið varð til árið 2006 við sameiningu Fjarðabyggðar eldri, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðahrepps
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Sviðsstjóri er yfirmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Hann hefur með höndum undirbúning stefnumótunar í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á faglega forystu á sviðum umhverfis-, skipulags- og byggingarmála. Hann hefur frumkvæðis-hlutverk í stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi og greiningu upplýsinga varðandi málasvið og verkefni sem falin eru sviðinu.
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs ber skyldur og ábyrgð skipulags- og byggingafulltrúa samkvæmt skipulagslögum, skipulagsreglugerð, mannvirkjalögum, byggingareglugerð og reglum og samþykktum Fjarðabyggðar.
Hann ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðning við fagnefnd málaflokksins og skal gæta þess að mál sem lögð eru fyrir nefndina séu vel undirbúin og greinargóð. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndarinnar sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.
Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs
Nafn | Starfsheiti | Símanúmer | Netfang |
---|---|---|---|
Aron Leví Beck | Skipulags- og umhverfisfulltrúi | 470 9000 |
![]() |