Fara í efni

Bæjarráð

917. fundur
27. október 2025 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2504199
Tekin fyrir frumdrög að fjárhagsáætlun ársins 2026 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir.
Endanleg drög tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Málaskrá og ábendingakerfi
Málsnúmer 2510183
Tekin fyrir staða ábendinga til sveitarfélagsins og umsókna sem koma í gegnum íbúagátt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir ábendingum og umsóknum með sviðsstjórum.
3.
Viðtalstímar 2025
Málsnúmer 2504190
Framlagðar tillögur að viðtalstímum bæjarráðs og bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir útfærslurnar með uppfærslum og felur upplýsingafulltrúa að auglýsa viðtalstímana.
4.
Ósk um auka fjárveitingu til kaupa á bókun
Málsnúmer 2510175
Framlagt erindi forstöðumanna bókasafna og bréf Félags íslenskra bókaútgefenda vegna árlegrar barnabókamessu.
Bæjarráð vísar til þess fjármagns sem ætlað er til bókakaupa á árinu og vísar erindi til stjórnanda fræðslu- og skólaþjónustu.
5.
Málefni leigufélags
Málsnúmer 2510178
Fjallað um húsnæðismál í sveitarfélaginu með fulltrúum Leigufélagsins Bríetar.
6.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 2025
Málsnúmer 2510172
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands en aðalfundur verður haldinn í fjarfundi.
Bæjarráð samþykkir að fela Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
7.
Fjölskyldunefnd - 42
Málsnúmer 2510017F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 20. október tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
8.
Stjórn menningarstofu - 25
Málsnúmer 2510020F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 20. október tekin til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu.
9.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 45
Málsnúmer 2510023F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 23. október tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.