Fara í efni

Bæjarráð

919. fundur
11. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Málefni slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2511053
Fjallað um málefni slökkviliðs Fjarðabyggðar.
2.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2026
Málsnúmer 2508185
Bæjarstjórn vísaði álagningarstuðlum fasteignagjalda í gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 til frekari vinnu við fjárhagsáætlun milli umræðna.
Fjallað um gjaldskrána og vísað til áframhaldandi umræðu fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2026.
3.
Fjármálareglur
Málsnúmer 2511055
Umræða um gerð fjármálareglna fyrir sveitarfélagið þar sem fjallað yrði m.a. um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlunum.
4.
Innkaupareglur
Málsnúmer 2511056
Fjallað um innkaupareglur og innkaupaheimildir starfsmanna.
Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2302213
Lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir af skógræktarsvæði næst byggðinni á Reyðarfirði þar sem búið er að færa mörk svæðisins upp frá væntanlegum stækkunarsvæðum byggðar og taka tillit til efnistökusvæðis. Farið yfir afmörkun skógræktarsvæða og nýtingarsvæða fyrir efnisnám.
Bæjarráð felur stjórnanda skipulags-, byggingar- og umhverfisdeildar að leggja fyrir bæjarráð endurskoðaðar tillögur að svæðum fyrir skógrækt.
6.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Málsnúmer 2502102
Fundagerðir 16. stjórnarfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og 165. stjórnarfundur Austurbrúar lagðar fram til kynningar.
7.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502101
Fundargerð 9. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram til kynningar.