Fara í efni

Bæjarstjórn

405. fundur
5. nóvember 2025 kl. 16:00 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Birgir Jónsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2504199
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun við fyrri umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2027 til 2029.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson,
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 auk þriggja ára áætlunar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 917
Málsnúmer 2510029F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Birgir Jónsson,
Fundargerð bæjarráðs frá 27. október staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 918
Málsnúmer 2510033F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 45
Málsnúmer 2510023F
Enginn tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 23. október staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fjölskyldunefnd - 42
Málsnúmer 2510017F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 20. október staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjölskyldunefnd - 43
Málsnúmer 2510024F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 27. október staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Stjórn menningarstofu - 25
Málsnúmer 2510020F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 20. október staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Útsvar 2026
Málsnúmer 2510221
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir álagningarhlutfalli útsvars árið 2026.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu um að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,97 % af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu bæjarráðs um álagningarhlutfall ársins 2026.
9.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2026
Málsnúmer 2508185
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir gjaldskrá fasteignagjalda.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar álagningarstuðlum fasteignagjalda vegna ársins 2026 ásamt reglum um afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2026.
Gjaldskráin og reglurnar taka gildi þann 1. janúar 2026.
Fasteignaskattur A verði 0,400 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur B verði 1,320 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur C verði 1,650 % af húsmati og lóðarhlutamati
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00 % af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald skv. gjaldskrá 5.179 kr. á veitu og 424 kr. pr. fermetra húsnæðis.
Fráveitugjald skv. gjaldskrá 0,3232 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald og sorpeyðingargjald samkvæmt gjaldskrá sem afgreidd er milli umræðna.
Fjöldi gjalddaga verði tíu, mánaðarlega frá 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er
síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Afsláttur til eldri borgara og örorkulífeyrisþega er framreiknaður frá fyrra ári
m.v. breytingar á launavísitölu og meðalbreytingu fasteignamats íbúðarhúsnæðis.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa álagningarstuðlum fasteignagjalda í gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 til frekari vinnu við fjárhagsáætlun milli umræðna.
10.
Reglur um leikskólaþjónustu í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2510187
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að breyttum reglum um leikskólaþjónustu í Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum uppfærðar reglur að leikskólaþjónustu.
11.
Stríðsárasafnið grenndarkynning
Málsnúmer 2510173
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir grenndarkynningu.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar vegna umsóknar um byggingarleyfi við stríðasárasafnið, 730 Reyðarfirði. Engar athugasemdir gerðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar vegna Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði.