Stjórn menningarstofu
26. fundur
11. nóvember 2025
kl.
14:15
-
15:50
Tónlistarmiðstöðin á Eskifirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Árni Pétur Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
Fundur með fulltrúa bæjarhátíðarinnar Neistaflugs sem fór yfir með stjórn framkvæmd og fyrirkomulag hátíðarinnar.
Stjórn vísar málefnum bæjarhátíðanna til frekari úrvinnslu upplýsingafulltrúa og bæjarritara. Tekið upp að nýju í stjórninni til frekari úrvinnslu.
Stjórn vísar málefnum bæjarhátíðanna til frekari úrvinnslu upplýsingafulltrúa og bæjarritara. Tekið upp að nýju í stjórninni til frekari úrvinnslu.
2.
Málefni Sjóminjasafns Austurlands
Framlagt bréf frá stjórn Sjóminjasafns Austurlands þar sem stjórn leggur til að Fjarðabyggð taki yfir rekstur á safninu.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka yfir rekstur á Sjóminjasafni Austurlands með eflingu safnsins í huga sem hluta af áætlunum Fjarðabyggðar um eflingu safna Fjarðabyggðar. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka yfir rekstur á Sjóminjasafni Austurlands með eflingu safnsins í huga sem hluta af áætlunum Fjarðabyggðar um eflingu safna Fjarðabyggðar. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
3.
Samningur um sýningarhönnun og sýningarstjórn Íslenska Stríðsárasafnsins
Framlögð að nýju drög að samningum um sýningarhönnun og sýningarstjórnun vegna nýrrar sýningar í Íslenska stríðsárasafninu.
Stjórn samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra undirritun samninganna.
Stjórn samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra undirritun samninganna.
4.
Uppbygging fyrsta áfanga Íslenska stríðsárasafnsins
Framlagðar kostnaðartölur yfir framkvæmdir við uppbyggingu Íslenska stríðsárasafnsins.
Stjórn felur bæjarritara og formanni stjórnar að útfæra framkvæmd og verð með framkvæmdasviði.
Stjórn felur bæjarritara og formanni stjórnar að útfæra framkvæmd og verð með framkvæmdasviði.
5.
Uppbyggingarsjóður 2025 - umsóknir og styrkveitingar
Framlagðar til kynningar umsóknir Menningarstofu í Uppbyggingarsjóð Austurlands en sótt er um tvö verkefni á árinu 2026, Innsævi og Upptaktinn.
6.
Umsóknir í Safnasjóð 2025
Framlagðar tillögur og hugmyndir að styrkjum í safnasjóð.
Stjórn felur verkefnastjóra og bæjarritara að vinna áfram að umsóknum og sækja um í Safnasjóð.
Stjórn felur verkefnastjóra og bæjarritara að vinna áfram að umsóknum og sækja um í Safnasjóð.