mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2020

Sumarstörf við söfnin í Fjarðabyggð

Safnastofnun Fjarðabyggðar auglýsir eftir starfsmönnum til starfa sumarið 2020 við söfn á vegum Fjarðabyggðar. Störf sem í boði eru:

1. Safnvarsla og þjónusta á söfnum Fjarðabyggðar.

Söfnin eru:

  • Frakkar á Íslandsmiðum, Fáskrúðsfirði.
  • Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði.
  • Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði.
  • Safnahúsið í Neskaupstað.

Ráðningartími á safninu Frakkar á íslandsmiðum er frá og með 15. maí til 30. september. Opnunartími safnsins er frá kl. 10:00 til 18:00, alla daga vikunnar.

Ráningartími á Íslenska stríðsárasafninu, Sjóminjasafni Austurlands og Safnahúsinu í Neskaupstað er frá og með 1. júní til 31. ágúst.

Opnunartími safnanna er frá kl. 10:00 til 18:00, alla daga vikunnar.

2. Skráning safnmuna á Sjóminjasafns Austurlands, Eskifirði og Íslenska stríðsárasafnsins, Reyðarfirði.

3. Flokkun (skráning) og breytingar á húsnæði og búnaði Íslenska stríðsárasafnsins, Reyðarfirði og safni Jósafats Hinrikssonar, Neskaupstað.

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin.

Hæfniskröfur:

Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa frumkvæði, eru vanir sjálfstæðum vinnubrögðum og eiga auðvelt með samskipti við fólk. Æskilegt er að umsækjandi búi yfir tungumálakunnáttu og þekki til safnamála.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið sofn@fjardabyggd.is

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar – starf.fjardabyggd.is með því að smella hér

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2020.