mobile navigation trigger mobile search trigger

Sumarstörf hjá Fjarðabyggð sumarið 2020

Sumarið 2020 býður Fjarðabyggð upp á fjölda áhugaverðra sumarstarfa. Um er að ræða störf tengd söfnum, þjónustumiðstöðvum, félagsþjónustu, leikskólum, menningarmálum og fleiru.

Sótt er um öll störf sem talin eru upp hér að neðan á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is. 

Stjórnsýslu- og þjónustusvið

Sumarstarf í mannauðsmálum

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstakling til að sinna sumarstarfi í mannauðsmálum. Í starfinu felst fagleg þróun, uppbygging og umbætur í mannauðsmálum ásamt gerð leiðbeininga til stjórnenda. Aðstoð við fræðslumál, þjónusta við stjórnendur, þátttaka við innleiðingu samskiptamiðilsins Workplace og eftirfylgni á mannauðsstefnu Fjarðabyggðar.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Fjölskyldusvið

Sumarstörf við leikskólanna í Fjarðabyggð

Leikskólarnir í Fjarðabyggð auglýsa eftir einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að vinna fjölbreytt og skemmtileg störf með börnum á leikskólaaldri. Við leitum eftir skapandi og áhugasömu fólki með margvíslega menntun, reynslu og þekkingu sem hefur áhuga á að vinna með ungum börnum.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér

Sumarstörf í heimaþjónstu og liðveislu

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða starfsfólk til að sinna félagslegri heimaþjónustu (heimaþjónusta II) og stuðningi (liðveislu I) fyrir börn í sumarfrístund Fjarðabyggðar.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér

Sumarstörf í búsetuþjónustu á Reyðarfirði

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar  og framtíðarstörf í búsetuþjónustu á Reyðarfirði. Um er að ræða þjónustu í vaktavinnu á heimilum fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér

Störf í sumarfrístund á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað

Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-2020.  Sumarfrístundin verður opin frá kl. 07:45 til 12:15 frá og með þriðjudeginum 2. júní til föstudagsins 3. júlí. Samtals í 23 daga en lokað verður í sumarfrístundinni á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér

Safnastofnun

Sumarstörf við söfnin í Fjarðabyggð

Safnastofnun Fjarðabyggðar auglýsir eftir starfsmönnum til starfa sumarið 2020 við söfn á vegum Fjarðabyggðar.  Störf sem í boði eru:

  1. Safnvarsla á söfnum Fjarðabyggðar
  2. Skráning safnmuna
  3. Flokkun og breytingar á húsnæaði og búnaði

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér

Menningarstofa Fjarðabyggðar

Framkvæmdasvið

Sumarstarf hafnarverkamanns

Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar auglýsir sumarstarf hafnarverkamanns á aldrinum 20-25 ára laust til umsóknar. Hafnarverkamaður í þjónustumiðstöð starfar undir stjórn bæjarverkstjóra. Hann þjónustar viðskiptavini Fjarðabyggðarhafna ásamt ýmsum öðrum verkum sem til falla á höfnunum.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Sumarstarf verkamanns í þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar auglýsir sumarstarf verkamanns á aldrinum 17-25 ára laust til umsóknar. Verkamaður í þjónustumiðstöð starfar undir stjórn bæjarverkstjóra. Hann vinnur að hefðbundnum verkefnum þjónustumiðstöðva ásamt ýmsum umhverfisverkefnum sem snúa að fegrun hafnarsvæða.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Sumarstörf í garðyrkjuteymi

Garðyrkjuteymi Fjarðabyggðar auglýsir sumarstörf grænna snillinga laus til umsóknar. Í störfunum felst almenn garðyrkjustörf og vinna við fegrun bæjarfélagsins. Sumarstörfin í garðyrkjudeildinni eru ætluð ungu fólki fæddu 2004 og áður.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Sumarstörf flokkstjóra

Vinnuskóli Fjarðabyggðar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar. Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga fæddum 2005 og 2006 við ýmis umhverfisstörf.  Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri, hafi hreint sakavottorð, bílpróf ásamt því að búa yfir skilpulags- og leiðtogahæfileikum.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér