mobile navigation trigger mobile search trigger

Forvarnarteymi Fjarðabyggðar

Forvarnarteymi Fjarðabyggðar er formlegur samráðs- og samstarfsvettvangur starfsmanna og stofnana sem koma að ýmsum málum sem tengjast börnum og unglingum í sveitarfélaginu. Forvarnarteymið er þannig skipað:

Stjórnandi tómstunda og forvarnarmála er formaður teymisins en auk hans sitja í teyminu stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar, fulltrúi grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðva. Fulltrúar þjónustuveitenda á vegum ríkis koma frá lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Verkmenntaskóla Austurlands.

 Hlutverk forvarnarteymis Fjarðabyggðar er að fylgjast almennt með málum tengdum börnum og unglingum í Fjarðabyggð, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir. Í teyminu verður yfirsýn yfir meðferðar- og uppeldisúrræði sem til staðar eru í sveitarfélaginu og víðar.

 Helstu verkefni forvarnarteymisins:

  • Kryfja niðurstöður rannsókna á högum ungs fólks og gera tillögur til úrbóta.
  • Leggja drög að forvarnaráætlun hvers árs.
  • Fylgjast með stöðu og málefnum barna í Fjarðabyggð.
  • Standa fyrir forvarnarviðburðum.
  • Vera málsvari forvarna í samfélagslegri umræðu í Fjarðabyggð.

Hlutverk forvarnarteymis Fjarðabyggðar er jafnframt að fylgjast með og þróa nýjungar varðandi úrræði í málefnum barna og ungmenna, koma hugmyndum á framfæri við viðkomandi stofnanir og félagasamtök og vera ráðgefandi um stofnun ýmissa meðferðarúrræða.

Eyrún Inga Gunnarsdóttir – formaður forvarnarteymis Fjarðabyggðar / Deildarstjóri tómstunda og forvarnarmála.

Guðlaug Árnadóttir – skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Hólmfríður M. Benediktsdóttir – verkefnastjóri félagsmiðstöðva.

Inga Rún Sigfúsdóttir – stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar.

Kristrún S. Michelsen – hjúkrunarfræðingur hjá HSA.

Lilja Tekla Jóhannsdóttir – verkefnastjóri félagsmiðstöðva.

Margrét María Sigurðardóttir – lögreglustjóri Austurlands.

Salóme Rut Harðardóttir – íþróttakennari og forvarnarfulltrúi VA.

Viðar Jónsson – skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir – skólastjóri Leikskólans Dalborgar.

Ef þið viljið koma upplýsingum á framfæri til forvarnarteymisins, vinsamlegast sendið tölvupóst á eyruninga@fjardabyggd.is

Forvarnarteymið hefur nú birt dagskrá fyrir árið 2023. Dagskráin verður lifandi skjal og uppfært reglulega með nýjum viðburðum fyrir skólaárið.

Sjá aðgerðaráætlunina Upplýsingabæklingur um forvarnir í Fjarðabyggð 2023