mobile navigation trigger mobile search trigger

VINNUSKÓLI FJARÐABYGGÐAR OG SUMARSTÖRF 2018

Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir ungt fólk búsett í Fjarðabyggð sem lokið hefur 8. og 9. bekk grunnskóla (fædd 2003 og 2004). Starfstími skólans árið 2018 er frá 04. júní – 17. ágúst. eða í 11 vikur samtals. Hver nemandi starfar virka daga í 4 eða 6 vikur eftir aldri, frá kl. 08:00 - 12:00

Smelltu hér til að sækja um í Vinnuskóla Fjarðabyggðar 2018

Ungt fólk sem lokið hefur 10. bekk (2002) sækir um 8 vikna sumarstarf sem heyrir undir þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Foreldri/forráðamaður sækir um af hálfu barns vegna vinnuskólans.

Smelltu hér til að sækja um sumarstarf hjá Þjónustumiðstöð

Smelltu hér til að sækja um sumarstarf í Garðyrkjuteymi

Starfs- og námsfyrirkomulag 

Stundir Laun Vikur Vinnutími
14 ára (2004) 40% launafl. 116 4 08:00-12:00
15 ára (2003) 50% launafl. 116 6 08:00-12:00
16 ára (2002) 78% launafl. 116 8 08:00-12:00 og 13:00-16:00

Laun eru ekki greidd 17. júní og frídag verslunarmanna.

REGLUR VINNUSKÓLA FJARÐABYGGÐAR

  • Við mætum stundvíslega og höfum með okkur hlífðarfatnað. Veðrið gæti breyst.
  • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda.
  • Við virðum skoðanir hvers annarra og erum kurteis í samskiptum við aðra.
  • Allir geta gert mistök, nemendur, flokksstjórar og yfirmenn.
  • Við vinnum öll verk eins vel og við getum og förum vel með verkfærin okkar og aðrar eigur vinnuskólans.
  • Við notum ekki tóbak eða önnur vímuefni í vinnuskólanum.
  • Foreldrar eru beðnir um að láta vita um forföll vegna veikinda.
  • Biðja verður yfirflokksstjóra/verkstjóra um frí.

Fjarvistir og viðurlög

Vinnuskóli heyri undir bæjarverkstjóra og er hann næsti yfirmaður flokksstjóra. Fari unglingur ekki að tilmælum flokksstjóra eða sættir sig ekki við starfs- og umgengnisreglur vinnuskólans, er honum gefið tækifæri á að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust. Forföll vegna veikinda eru greidd í allt að 8 klst á mánuði (16 klst m.v. fulla vinnu). Sjá nánar í reglum skólans.

Umsjón með vinnuskóla

Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri

Einnig er hægt að leyta til umhverfisstjóra Fjarðabyggðar

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
og umhverfisstjóri Fjarðabyggðar
umhverfisstjori@fjardabyggd.is,
470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9019.