mobile navigation trigger mobile search trigger

VINNUSKÓLI FJARÐABYGGÐAR OG SUMARSTÖRF

Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir ungt fólk búsett í Fjarðabyggð sem lokið hefur 8. og 9. bekk grunnskóla (fædd 2005 og 2006). Starfstími skólans er frá 3. júní og fram til 20. ágúst eða í um 11 vikur samtals. Hver nemandi starfar virka daga í 5 eða 6 vikur eftir aldri, frá kl. 08:00 - 12:00 Unglingar með lögheimili utan sveitarfélagsins þurfa að sækja sérstaklega um leyfi til þátttöku og verða umsóknir þeirra teknar til greina út frá fjölda umsókna.

14 ára (árg. 2006) getur valið um vinnu í fimm vikur - 4 vinnuvikur og 1 fræðsluvika á vegum  sjávarútvegsskólans.

15 ára (árg. 2005) getur valið um vinnu í sex vikur - 5 vinnuvikur og 1 fræðsluvika. Boðið verður uppá fræðslu í lífsleikni 

Vinnutími er frá 08:00- 12:00

Unglingar sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu hafa öll rétt til þátttöku í vinnuskólanum. 

Frekari upplýsingar um Vinnuskólann veitir Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri, helga.b.einarsdottir@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2020 - sótt er um á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Athugið að sækja þarf um starfið í gegnum kennitölu barn, ekki foreldra

Ungt fólk fætt 2004 og áður getur sótt um átta vikna sumarstarf verkamanns. Starfið heyrir undir þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar.

 • Starf við hin ýmsu störf tengdum þjónustu- og framkvæmdamiðstöð.
 • Viðhald gatna.
 • Viðhald göngubrúa.
 • Verkefni tengd bæjarhátíðum, sláttur og ýmis þjónusta við íbúa.
 • Verkefni tengd veitum Fjarðabyggðar.
 • Verkefni tengd höfnum Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 17.maí 2020

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ari Sigursteinsson, bæjarverkstjóri, ari@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000

Sótt er um starf á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Starfs- og námsfyrirkomulag 

Stundir Laun Vikur Vinnutími
14 ára (2006) 40% launafl. 116 5 08:00-12:00
15 ára (2005) 50% launafl. 116 6 08:00-12:00
16 ára (2004) 78% launafl. 116 8 08:00-12:00 og 13:00-16:00

Laun eru ekki greidd 17. júní og frídag verslunarmanna.

REGLUR VINNUSKÓLA FJARÐABYGGÐAR

 • Við mætum stundvíslega og höfum með okkur hlífðarfatnað. Veðrið gæti breyst.
 • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda.
 • Við virðum skoðanir hvers annars og erum kurteis í samskiptum við aðra.
 • Allir geta gert mistök, nemendur, flokksstjórar og yfirmenn.
 • Við vinnum öll verk eins vel og við getum og förum vel með verkfærin okkar og aðrar eigur vinnuskólans.
 • Við notum ekki tóbak, veip eða önnur vímuefni í vinnuskólanum.
 • Foreldrar eru beðnir um að láta vita um forföll vegna veikinda.
 • Biðja verður yfirflokksstjóra/flokkstjóra um frí.

Fjarvistir og viðurlög

Vinnuskóli heyri undir garðyrkjustjóra og er hann næsti yfirmaður flokksstjóra. Fari unglingur ekki að tilmælum flokksstjóra eða sættir sig ekki við starfs- og umgengnisreglur vinnuskólans, er honum gefið tækifæri á að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust. Forföll vegna veikinda eru greidd í allt að 8 klst á mánuði (16 klst m.v. fulla vinnu). Sjá nánar í reglum skólans.

Umsjón með vinnuskóla

Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9019. 

TENGD SKJÖL