mobile navigation trigger mobile search trigger

AÐALSKIPULAG 2007-2027

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélagið og skal taka til alls lands viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir deiliskipulagsgerð einstakra svæða í sveitarfélaginu. Unnið var að nýju aðalskipulagi fyrir Fjarðabyggð undir yfirskriftinni Fjarðabyggð - góður staður til framtíðar. Þetta er fyrsta aðalskipulagið fyrir þá Fjarðabyggð sem varð til við sameiningu árið 2006.  Vinnan við aðalskipulagið hófst í lok árs 2006 og var aðalskipulagið endanlega samþykkt og kynnt  haustið 2009. 

Í þessu aðalskipulagi er lögð áhersla á samræmda framtíðarsýn, umhverfismál og stefnumótun fyrir Fjarðabyggð alla. Jafnframt er fjallað sérstaklega um hvern byggðakjarna og unnið að stefnumótun um staðbundnar áherslur á hverjum stað.  Aðalskipulagsvinnan fól í sér víðtækt samráð við íbúa Fjarðabyggðar og aðra hagsmunaaðila. Í janúar 2007 voru haldin íbúaþing í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar þar sem safnað var í sarpinn hugmyndum íbúa um efni og áherslur aðalskipulagsins. Einnig var haldinn hugarflugsfundur með kjörnum fulltrúum og nokkrum starfsmönnum sveitarfélagsins.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar,
byggingarfulltrui@fjardabyggd.is
eða forstöðumaður stjórnsýslu,
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.

YFIRSTJÓRN

Bæjarstjóri
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.