BYGGINGARLÓÐIR
Umsóknir
Umsækjandi um byggingarlóð þarf að vera lögráða og hafa íslenska kennitölu. Greitt er fyrir lóðir samkvæmt gjaldskrá gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda og stofngjalda holræsa og vatnsveitu í Fjarðabyggð. Umsóknareyðublöð má nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar. Nánari upplýsingar um byggingarlóðir og forsendur lóðaúthlutana veitir skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar aron.beck@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.
Ferli umsóknar
- Umsókn berst skipulags- og byggingafulltrúa þar sem hún er yfirfarin, lóðarblað útbúið og gjöld framreiknuð.
- Bæjarráð tekur umsóknina til afgreiðslu á vikulegum fundum sínum.
- Lóðarhafa tilkynnt um úthlutun og sent lóðarblað ásamt reikningi vegna gatnagerðagjalda og umsýslugjaldi vegna úthlutunar.
- Lóð útsett þegar greiðsla gatnagerðagjalds hefur farið fram.
- Gerð lóðarleigusamnings.
- Skila má umsóknum inn í gegnum íbúagátt , á bæjarskrifstofu eða þjónustugáttum bókasafna.