Ofanflóðavarnir Eskifirði
Stór hluti af ofanflóðahættu á Eskifirði stafar af aur-, krapa- og vatnsflóðum. Ofanflóðavörnum er ætlað að verja öll íbúarhús á Eskifirði sem eru á hættusvæði C samkvæmt hættumati sem unnið var fyrir Eskifjörð árið 2002. Á þessu svæði er svokölluð staðaráhætta mest af þeim þremur A, B og C hættusvæðum sem matið fjallar um. Ekkert íbúðarhús verður innan hættusvæðis C að framkvæmdum loknum. Hluti byggðarinnar verður áfram á hættusvæðum A og B, en varnir þessa svæða felast í eftirliti og viðbúnaði ef hætta er talin á ofanflóðum. Sérstakar mótvægisaðgerðir vega upp á móti því umhverfisraski sem á sér stað á framkvæmdatíma.
Framkvæmdir felast í ofanflóðavörnum sem gerðar verða við farvegi Bleiksár, Grjótár, Lambeyrarár, Ljósár og Hlíðarendaár og verða þær boðnar út í fimm aðskildum verkefnum. Framkvæmdasvæði nær frá fjöru, upp í gegnum byggðina og upp á fyrstu hjalla í hlíðinni ofan byggðar. Varnarframkvæmdir eru einkum tvenns konar eða leiðigarðar annars vegar og stoðveggir hins vegar. Einnig er nauðsynlegt að breikka og dýpka árfarvegi. Skipulagsstofnun úrskurðaði að framkvæmdir feli ekki í sér umtalsverð umhverfisáhrif. Kostaður greiðist 90% af Ofanflóðasjóði og 10% af sveitarfélaginu. Eftirfarandi framkvæmdir hafa verið boðnar út: