mobile navigation trigger mobile search trigger

Sorphirða og Endurvinnsla

Fjarðabyggð er vel á veg komið í umhverfismálum og gaman hefur verið að sjá hversu mjög ásýnd bæjarkjarnanna hefur breyst til hins betra á undanförnum árum. Þann 1. apríl 2021 tóku nýjir aðila að sér sorphirðu og önnur verk þeim tengd í Fjarðabyggð. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fjögur fyrirtæki um ólíka hluta sorphirðu og endurvinnslu.

  1. Fyrirtækið Kubbur ehf mun annast sorphirðu, safna úrgagni úr tunnum sveitarfélagsins samkvæmt sorphirðudagatali. Ekki verður breyting á tæmingu frá því sem verið hefur og áfram verður tekið sorp á þriggja vikna fresti.
  2. Hringrás EHF mun sjá um akstur á lífrænum úrgangi frá söfnunarstöðum sveitarfélagsins til moltugerðar hjá Moltu EHF.
  3. GS lausnir munu sjá um þjónustu við söfnunarstöðvar Fjarðabyggðar. Í því felst leiga á gámum fyrir allar söfnunar- og móttökustöðvar ásamt losun á gámum á svæðinu.
  4. Terra umhverfisþjónusta mun sjá um móttöku á endurvinnsluefnum úr grænu tunnunni og flokkun þess.

Þriggja tunnu kerfi

Í Fjarðabyggð er notast við þriggja tunnu sorptunnukerfi í Fjarðabyggð. Gráa-, Græna- og Brúna tunnan eru allar losaðar á þriggja vikna fresti. 

Ef fólki vantar tunnur er hægt að senda tölvupóst á ari.sigursteinsson@fjardabyggd.is með upplýsingum um heimilisfang og hvernig tunnu er óskað eftir.

Brúna tunnan.PNG

Brúna tunnan

Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang. Í hana mega fara allir matarafgangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilum. Dæmi um lífrænan úrgang: Afskurður af ávöxtum og grænmeti, kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur og tepokar.

Hægt er nálagst flokkunartöflu fyrir Brúnu tunnuna hér: Flokkunartafla - Brúna tunnan

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í brúnu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

Græna tunnan.PNG

Græna tunnan

Grænan tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilsúrgang. Í tunnuna má setja allan pappír heimilisins, bylgjupappa og pappa, plast, minni málmhluti (t.d. niðursuðudósir, málmlok af glerkrukkum) og fernur. Mikilvægt er að hreinsa allar umbúðir vel og skola fernur áður en þær fara í tunnuna.

Hægt er að nálagst flokkunartöflu fyrir Grænu tunnuna hér: Flokkunartafla - Græna tunnan

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í grænu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

grá tunnan_1.PNG

Gráa tunnan

Gráa tunnan er fyrir allan úrgang sem ekki flokkast í skilgreinadn emdurvinnsluferil. Dæmi: Gler, bleyjur, frauðplast og stór bein.

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í gráu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

Ef tunnur eru ekki tæmdar samkvæmt sorphirðudagatali, eða koma þarf á framfæri athugasemdum er varða sorphirðu, er það gert í gegnum ábendingakerfi Fjarðabyggðar. 

Móttöku- og söfnunarstöðvar í Fjarðabyggð

Móttökustöð Fjarðabyggðar er á Reyðarfirði. Þar er tekið á móti stærri förmum af úrgangi frá fyrirtækjum og einstaklingum. Allur úrgangur er fluttur á móttökustöð til vinnslu, þar sem hann flokkaður og ýmist fluttur til urðunar eða sendur til endurvinnslu. 

Stefna Fjarðabyggðar er sú að móttöku- og söfnunarstöðvar verði mannlausar en vaktaðar með myndarvélum.  Móttöku- og söfnunarstöðin á Reyðarfirði verður mönnuð og þar verður hægt að fá aðstoð á öðrum stöðum varðandi flokkun í gegnum síma.

Notendur eru hvattir til að vanda vel flokkun á úrgangi sem skila á á móttöku- og söfnunarstöðvar. 

Frá 1. janúar 2021 var notkun klippikorta hætt, ekki þarf því að hafa þau meðferðis þegar komið er með sorp á stöðvarnar.

Opnunartími móttöku- og söfnunarstöðva

      mán þrið mið fim fös lau
Norðfjörður Naustahvammi 51     15:00-18:00   15:00-18:00   14:00-18:00 12:30-17:00
Eskifjörður Hafnargata 4      15:00-18:00   15:00-18:00   14:00-18:00 12:30-17:00
Reyðarfjörður Hjallanesi 8     14:00-18:00 14:00-18:00  14:00-18:00 14:00-18:00 14:00-18:00 12:30-17:00
Fáskrúðsfjörður  Nesvegi 13      15:00-18:00 15:00-18:00   14:00-18:00  12:30-17:00
Stöðvarfjörður Byrgisnesi           14:00-18:00   12:30-17:00 
Breiðdalur Þórðarhvammi

Fatagámar

Norðfjörður: Við afgreiðslustöð Flytjanda Egilsbraut 6.
    
ReyðarfjörðurVið söfnunarstöðina á Hjallanesi 8.  

EskifjörðurVið þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar Strandgötu 6.

FáskrúðsfjöðurVið starfstöð Rauða Krossins Grímseyri 9.

StöðvarfjörðurVið Rauða kross búðina Fjarðarbraut 46.

Breiðdalsvík: Við áhaldahús Selnesi 14.

Nytjahlutir

Við Egilsbraut 8 í Neskaupstað er hátt hús staðsett fyrir neðan kirkjuna sem heitir Steinninn. Steinninn nytjamarkaður er þar til húsa, í kjallaranum. Hægt er að fara þangað með nytjahluti á opnunartíma markaðarins.

Þá rekur Rauði kross Íslands á Austurlandi verslanir fyrir notuð föt eða nytjahluti á Eskifirði og Stöðvarfirði

Garðaúrgangur

Íbúar geta losað sig við garðaúrgang á eftirfarandi stöðum.  Við viljum benda íbúum á að tæma garðaúrgang úr pokum við losun. Plast getur tekið allt að 100 ár að brotna niður í náttúrunni.

Norðfjörður: Losað við Naustahvamm

Reyðarfjörður: Innan við móttökustöðina á Hjallaleiru 8

Eskifjörður: Losað neðan við bæinn Eskifjörð.

Fáskrúðsfjörður:  Losað í gryfju við hlið söfnunarstöðvar. 

Stöðvarfjörður: Losað við Byrgisnes. 

Breiðdalsvík: Losað við Þórðarhvamm.

Skilagjaldsskyldar umbúðir

   Viðtökustaður Viðtökutími Heimilisfang
Norðfjörður Björgunarsveitin Gerpir Þriðjudaga kl. 18:00 - 20:00 Nesgata 6
Eskifjörður
Reyðarfjörður Gámur við Bíley Mánudaga kl. 17:00 - 19:30 Leiruvogi 6
Fáskrúðsfjörður  Skrúðsverk ehf. Mánudaga kl. 16:00 – 18:00 Búðavegur 43b
Stöðvarfjörður Brekkan Á opnunartíma Fjarðarbraut 44
Breiðdalur Lionsklúbburinn Fyrsta dag hvers mánaðar

Ábendingar 

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

Yfirstjórn

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs