mobile navigation trigger mobile search trigger

Brúna tunnan í Fjarðabyggð

Frá og með janúar 2018 verður þriggja tunnu sorptunnukerfi í Fjarðabyggð en þá bættist brúna tunnan við hinar tvær sem fyrir eru. Í Brúnu tunnuna á að safna öllum lífrænum úrgagni sem til fellur á heimilum. Á þessari síðu er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um þetta verkefni.

Brúna tunnan

Brúna tunnan.PNG

Brúna tunnan er ætluð fyrir lífrænan úrgang. Í hana mega fara allir matarafgangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilum. Dæmi um lífrænan úrgang: Afskurður af ávöxtum og grænmeti, kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur og tepokar. Stór bein eiga helst ekki að fara í Brúnu tunnuna þar sem niðurbort þeirra er afar hægt.

Íbúar fá Brúnu tunnuna afhenta, ásamt körfu til innanhúsnota og rúllu af maíspokum til að safna lífræna úrgangnum í. Tunnan mun svo verða losuð á þriggja vikna fresti.

Molta - hvað er það?

Molta.jpg

Eftir losun er úrgangurinn fluttur til starfstöðvar Íslenska Gámafélagsins á Reyðarfirði þar sem hann fer í jarðgerð. Þar verður honum blandað við hrossaskít og timburkurl og setttur í múga. Múganum er svo snúið reglulega þar til úr verður fullgerð molta. Molta er næringarríkur jarðvegsbætir sem nýtist t.d. vel til landgræðslu og sem yfrilag í trjábeð

Kynning á Brúnu tunnuni

igf_logo.jpg

Starfsmenn Íslenska gámafélagsins munu daga 10. - 13. janúar heimsækja heimili í Fjarðabyggð og kynna Brúnu tunnuna og fræða fólk um mikilvægi endurvinnslu. Miðvikudaginn 10. janúar verður hafist handa á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði og þaðan haldið áfram í alla byggðakjarna Fjarðabyggðar. Heimsóknirnar munu hefjast klukkan 16:00 og standa til 21:00

Áætlað er að verkinu ljúki fyrir 15.janúar

Handbók vegna innleiðingar á Brúnutunnuni

Bæklingur cover.PNG

Handbók vegna innleiðingar á Brúnu tunnunni verður send inná hvert heimili í Fjarðabyggð. Í handbókinni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um notkun á Brúnu tunnuni auk þess sem fjallað er um mikilvægi endurvinnslu. Hægt er að skoða handbókina hér: Við hugsum áður en við hendum

Ávarp bæjarstjóra

páll_klipp.PNG

Með hliðsjón af aukinni áherslu á flokkun úrgangs, hefur Fjarðabyggð ákveðið að hefja söfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum og þess vegna mun þriðja sorptunnan brátt bætast við hinar tvær sem fyrir eru. Þar er um að ræða hina svokölluðu brúnu tunnu, en í hana á að safna öllum lífrænum úrgangi sem til fellur á heimilum. Með því að stíga þetta skref vill sveitarfélagið leitast við að veita bestu mögulegu þjónustu í sorphirðu- og úrgangsmálum.

Sveitarfélagið er vel á veg komið í umhverfismálum og gaman hefur verið að sjá hversu mjög ásýnd fjarðanna hefur breyst til hins betra á skömmum tíma. Þeir vekja aðdáun fyrir snyrtimennsku og náttúrufegurð og draga að sér fólk víðsvegar af landinu og úr öllum heiminum. Þessir fallegu firðir eru arfur næstu kynslóða og með góðri umgengni munum við vonandi skila landinu af okkur í enn betra ástandi en þegar við tókum við því. Okkur ber að axla ábyrgð í úrgangs- og umhvefismálum og ein leið til þess er að koma í veg fyrir hverskyns sóun. Því er mikilvægt að við endurnýtum og endurvinnum hráefni eins og kostur er.

Það er mikilvægt verkefni framundan og til þess að það heppnist sem best þarf samstillt átak íbúa og fyrirtækja; átak sem hefst á hverju heimili því með því að minnka það sorp sem fer til urðunar tökum við stórt skref í átt að enn umhverfisvænna samfélagi. Ég veit af fyrri reynslu að von er á góðri samvinnu frá ykkur öllum. Það er í þágu okkar allra, og ekki síst þeirra kynslóða sem á eftir koma, að umhverfismálin í sveitarfélginu séu eins og best verður á kosið.

Hvað má fara í Brúnu tunnuna?

Brúna tunnan er ætluð fyrir allan lífrænan úrgang sem til fellur á heimilum. Hægt er skoða hvað má fara í tunnun hér: Flokkunartafla - Brúna tunnan

Ábendingar og kvartanir

Verkefnastjóri Umhverfismála, s. 470 9035, ragna.d.davidsdottir@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Sviðstjóri Framkvæmda- og umhverfissviðs, s. 470 900 marino.stefansson@fjardabyggd.is